Ólympíuleikunum í Tókýó verður ekki frestað aftur

epaselect epa06903680 Tokyo 2020 Olympics mascot Miraitowa (C-L) and Paralympics mascot Someity (C-R) debut in Tokyo, Japan, 22 July 2018 as Yoshiko Mori (L), President of Tokyo 2020 Olympic Committee, and Yuriko Koike (R), Governor of Tokyo, unveil the mascots. Tokyo 2020 Olympics will start on 24 July 2020 through 09 August 2020.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA

Ólympíuleikunum í Tókýó verður ekki frestað aftur

28.04.2020 - 10:00
Formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó segir að ekki verði unnt að fresta leikunum frekar. Náist ekki að halda þá sumarið 2021 verði þeim aflýst.

Yoshiro Mori, hinn 82 ára gamli formaður skipulagsnefndar leikanna, ræddi málið við Nikkan Sports í Japan í gær. Þar talaði hann skýrt um að frekari frestun leikanna sé ekki í boði.

 

„Náum við ekki að halda leikana sumarið 2021 verða þeir felldir niður,“ sagði Mori. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið í baráttunni við Covid-19 og í kjölfarið bjartsýnn á að leikarnir fari fram.

 

„Þegar við sigrumst á þessum ósýnilega óvini þá munum við halda Ólympíuleikana í friði. Mannkynið treystir á það.“

Mori tjáði sig um þessi mál nú eftir að formaður japönsku læknasamtakanna hafði sagt að mjög erfitt yrði að halda Ólympíuleikana 2021 ef ekki væri komið bóluefni við kórónaveirunni.

 

 

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Ólympíuleikunum frestað