Sjómaður sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar

27.04.2020 - 01:07
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í kvöld. Vísir greinir frá þessu. Maðurinn veiktist um borð í skipi sem var við veiðar austur af Vestmannaeyjum. Skipið sigldi að bryggju í Vestmannaeyjum þar sem maðurinn var fluttur á land. Þyrlan sótti hann þangað og flaug með hann til Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. 
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi