Einn á slysadeild eftir árekstur

26.04.2020 - 00:16
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla við Sprengisand í Reykjavík um klukkan ellefu í kvöld. Ekki er vitað hversu alvarlega slasaður einstaklingurinn er. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn, að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Loftpúðar opnuðust ekki í bílunum og ekki þurfti að beita klippum á bílinn til þess að ná hinum slasaða út.

Uppfært klukkan 07:40: 
Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðnu gekk tjónvaldurinn af vettvangi. Hann var ekki kominn langt þegar lögregla kom á staðinn, og var hann þá handtekinn. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Auk þess er hann grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi