Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Falsfréttir verða refsiverðar í Alsír

23.04.2020 - 01:37
epa07481251 Algerian people celebrate on the streets after Algeria's President Abdelaziz Bouteflika has submitted his resignation, in Algiers, Algeria, 02 April 2019. According to official media reports late 02 April 2019, Bouteflika has announced his resignation, after weeks of popular mobilisation against his rule and his intention to run for a fifth term in the upcoming presidential elections. Mr. Bouteflika withdrew from running for a new term but canceled Algeria's presidential election, which had been set for April 18.  EPA-EFE/MOHAMED MESSARA
Fagnað var í Algeirsborg í vikunni þegar Bouteflika baðst lausnar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Alsírskir þingmenn samþykktu að gera fréttaflutning falskra frétta sem taldar eru stefna öryggi almennings og ríkisins í hættu refsiverðan. Lögin voru lögð fyrir þingið í morgun, og umræðum og atkvæðagreiðslu um þau lauk fyrir hádegi, hefur AFP fréttastofan eftir ríkisfréttastofu Alsírs. Á sama fundi voru samþykkt lög um refsingar fyrir mismunun og hatursorðræðu. 

Fjölmenn mótmæli hafa verið í Alsír síðan í febrúar í fyrra. Mótmælendur og réttindasamtök mótmæla þessum nýju lögum, en ekki er greint frá því hverjir það eru sem dæma fréttir falskar, eða ógn við þjóðaröryggi. Mótmælum var hætt í síðasta mánuði til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV