Tugir féllu í árásum Talibana

20.04.2020 - 11:20
epa08269241 Afghan security officials patrol in Helmand, Afghanistan, 04 March 2020.Violence surged in Afghanistan just days after the agreement was signed, with the Taliban ending a partial truce and resuming fighting with Afghan government troops. A US forces spokesman said they launched an air strike on 04 March 2020 in response to Taliban fighters attacking Afghan forces in Helmand province. On 03 March 2020 alone, he said, the Taliban had launched 43 attacks on checkpoints belonging to Afghan forces in Helmand.  EPA-EFE/WATAN YAR
Afganskir herbílar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Meira en þrjátíu hafa fallið í nýrri árásahrinu Talibana í Afganistan undanfarinn sólarhring, þar á meðal níu almennir borgarar. Embættismenn í Kabúl greindu frá þessu í morgun.

Þeir sögðu að minnsta kosti átján hefðu fallið í árás Talibana á herstöð í Takhar-héraði í norðausturhluta landsins í gærkvöld. Þá hefðu fimm hermenn fallið og þrír særst í árás á varðstöð í Uruzgan-héraði í suðurhluta landsins.

Samkvæmt samkomulagi milli Bandaríkjamanna og Talibana áttu fangaskipti milli stjórnarinnar í Kabúl og Talibana að hafa farið fram og viðræðum um vopnahlé að vera hafnar, en ágreiningur er um fangaskiptin. Það stafar meðal annars af kröfu Talibana um fá nokkra af helstu herforingjum sínum látna lausa.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi