Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Jarðstrengur gaf sig - rafmagn komið aftur á í Fossvogi

20.04.2020 - 04:48
Ljósapera á viðarborði
 Mynd: Stocksnap.io
Rafmagn er komið á aftur í Fossvogi, þar sem rafmagn fór af skömmu fyrir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var það gamall háspennustrengur í jörðu sem gaf sig, með þeim afleiðingum að straumur fór af sex dreifistöðvum í Fossvogi, neðan Bústaðavegar og austan Borgarspítala.

Eftir að bilunin fannst og eðli hennar lá fyrir var gripið til þess ráðs að koma rafmagni á dreifistöðvarnar eftir öðrum leiðum og klukkan 3.38 í nótt voru allir notendur aftur komnir með rafmagn. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir