Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þingi falið að finna lausn

16.04.2020 - 07:56
Erlent · Asía · Ísrael
epa08063656 General view of Knesset members during a vote on a bill to dissolve the Israeli Parliament at the Knesset plenum (parliament) in Jerusalem, Israel, 11 December 2019. Media reports state that the Israeli government vote on a bill to dissolve the Israeli Parliament and will go to a third elections presumably on 02 March 2020 after negotiations talks between the Likud Party and the Blue and White Party failed.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Ísraelska þingið, Knesset. Mynd: EPA-EFE - EPA
Reuven Rivlin, forseti Ísraels, fól í morgun þingi landsins að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eftir að frestur sem hann hafði gefið Benny Gantz, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, til stjórnarmyndunar rann út án árangurs.

Kosið var í þriðja skipti á innan við ári í Ísrael 2. mars og vill forsetinn reyna að afstýra því að kjósa þurfi enn einu sinni. Hvorki Gantz né Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafa nægan stuðning til að mynda nýja stjórn og kveðst Rivlin forseti vilja gefa þinginu tækifæri til að finna viðunandi lausn.