Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Takmarkanir áfram í gildi í Ástralíu

16.04.2020 - 08:04
epa08365555 Australian Prime Minister Scott Morrison arrives at a press conference at Parliament House in Canberra, Australia, 16 April 2020. According to media reports, Morrison said the country needs a more comprehensive COVID-19 testing regime before restrictions can be lifted. That includes extending testing to symptomless people.  EPA-EFE/MICK TSIKAS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á fundi með fréttamönnum í Canberra í morgun. Mynd: EPA-EFE - AAP
Takmarkanir sem hafa verið í gildi til að reyna að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar í Ástralíu verða áfram í gildi í mánuð í viðbót. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun.

Hann sagði að verið væri að leggja drög að því að slaka á takmörkunum í áföngum, en það yrði ekki gert fyrr en skimanir fyrir veirunni hefðu verið auknar, leiðir til að rekja smit hefðu verið efldar og að undirbúin hefðu verið viðbrögð við frekari farsóttum.

Forsætisráðherrann hefur mælst til þess að skólahald hefjist að nýju og vísað til staðhæfinga um að lítil hætta sé á að börn smiti frá sér, en yfirvöld í sumum fylkjum landsins hafa lokað skólum nema fyrir börn sem eiga foreldra í framlínu baráttunnar gegn kórónuveirunni.

Um 6.500 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Ástralíu, en 63 hafa látist úr COVID-19.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV