Lögregla fann pilta sem struku af meðferðarheimili

16.04.2020 - 07:30
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á Suðurlandi handtók í nótt þrjá pilta sem strokið höfðu af meðferðarheimili. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni að piltunum.

Vísir greindi fyrst frá stroki piltanna. Miðillinn sagði að þeir hefðu hótað starfsfólki og stolið bíl. Þeirra hefði svo verið leitað og íbúar í Þykkvabæ orðið varir við bæði lögreglu og þyrlu á sveimi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, staðfesti í samtali við fréttastofu að piltarnir hefðu verið handteknir.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi