Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Íbúum Moskvu skylt að skrásetja ferðir sínar

15.04.2020 - 22:19
epa08364026 Russian police officers check identity cards (IDs) and passes of drivers and passengers in vehicles entering the city at a check point in Moscow, Russia 15 April 2020. Russian authorities introduced a mandatory permit system for people travelling across the city by car or public transport to slow down the spread of the pandemic COVID-19 disease, which is caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Talsvert umferðaröngþveiti myndaðist víða í Moskvu í morgun þegar reglur um nýtt staðsetningarforrit stjórnvalda í Rússlandi tóku gildi.

Öllum íbúum Moskvu og nágrennis, sem eru eldri en 14 ára, er skylt að hlaða niður staðsetningarforriti ef þeir vilja ferðast um borgina. Það er sama hvort íbúar nota einkabíl eða almenningssamgöngur.

Í snjallforritinu geta löggæslumenn séð hvort viðkomandi hafi leyfi fyrir ferðum sínum. Um helmingur kórónuveirusmita í Rússlandi hefur greinst í Moskvu og vilja stjórnvöld með þessu reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.

Aðgangur stjórnvalda að persónuupplýsingum íbúa Moskvu í gegnum smáforritið hefur verið gagnrýndur