Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn í ár

15.04.2020 - 09:17
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður ekki haldinn í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum á Facebook. Hátíðin átti að fara fram í ágúst. Undanfarin ár hafa um og yfir 30 þúsund manns sótt hátíðina.

Fiskidagurinn mikli hefði verið haldin í tuttugasta sinn í sumar og var undirbúningur í fullum gangi. Í tilkynningunni kemur fram að í ljósi aðstæðna hafi skipuleggjendur ákveðið að fresta hátíðarhöldum til næsta árs. Fiskidagurinn mikli verður því 19 ára í eitt ár í viðbót.