Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Undarlegasta tímabil ævinnar“ að sinna Boris Johnson

13.04.2020 - 16:15
epa08281898 British Prime Minister Boris Johnson speaks during a news conference inside number 10 Downing Street in London, Britain, 09 March 2020. Johnson's spokesman said both the government and Bank of England are ready to take action to bolster the economy if needed.  EPA-EFE/JASON ALDEN / POOL
Búist er við að Boris Johnson boði stefnubreytingu í baráttunni við kórónaveiruna. Mynd: EPA-EFE - Bloomberg
Annar af hjúkrunarfræðingunum sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hrósaði sérstaklega eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi sagði foreldrum sínum að umönnun forsætisráðherrans hefði verið „eitt undarlegasta tímabil ævi sinnar.“

Athygli vakti að Boris Johnson þakkaði sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum í ávarpi sínu eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Þetta voru annars vegar hin nýsjálenska Jenny McGee og hins vegar hinn portúgalski Luis Pitarma. „Þau viku ekki frá mér þegar það hefði getað brugðið til beggja vona,“ sagði forsætisráðherrann. Johnson snýr ekki aftur strax til starfa heldur jafnar sig á sveitasetri forsætisráðuneytisins.

Foreldrar McGee ræddu við nýsjálenska fjölmiðla í gær og sögðust vera ákaflega stolt af dóttur sinni.  Hún væri fagmaður fram í fingurgómana og þótt þau hefðu vitað að Johnson væri á sjúkrahúsinu sem dóttir þeirra ynni á hefði þeim ekki dottið til hugar að spyrja hana út í heilsu forsætisráðherrans.

Það hefði ekki verið fyrr en eftir að Johnson útskrifaðist af gjörgæsludeild að hún hefði rætt við þau. „Hún sagði þetta hafa verið undarlegasta tímabil í lífi sínu, eitthvað sem hún gleymi aldrei.“ Faðir hennar sagði að það skipti dóttur sína engu máli hver sjúklingurinn væri. „Þetta er bara eitthvað sem hún gerir og mér finnst starf hjúkrunarfræðinga alltaf jafn magnað, hvernig þær sinna sínum sjúklingum á tólf tíma vöktum.“

Bróðir McGee sagði við nýsjálenska fjölmiðla að þótt systir hennar væri mjög stolt af þessu hrósi forsætisráðherrans væri hún fremst og fremst ánægð yfir þeirri viðurkenningu sem starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi (NHS) hefði fengið.  

Forseti Portúgals hringdi í hinn hjúkrunarfræðinginn, Luis Pitarma, og þakkaði honum og öðru portúgölsku heilbrigðisstarfsfólki fyrir vel unnin störf í faraldrinum.