Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ferðalög eftir Jón Gnarr

Nú er aðeins rúm vika í frumflutning á páskaleikritinu FERÐALÖG eftir Jón Gnarr  Leikritið er í fjórum hlutum en fyrsta hluti er á dagskrá á skírdag klukkan 15. Með aðalhlutverk fara Eggert Þorleifsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Þórey Birgisdóttir RÚV
 Mynd: RÚV

Ferðalög eftir Jón Gnarr

09.04.2020 - 15:00

Höfundar

Útvarpsleikhúsið flytur verkið Ferðalög, nýtt útvarpsleikrit í fjórum hlutum eftir Jón Gnarr.

Alþingi hefur sett ný lög um ferðalög Íslendinga til útlanda en lögunum er ætlað að koma í veg fyrir óþarfa ferðir til óöruggra landa þar sem menningin samræmist ekki íslenskum siðum, trú og gildum. Þeir sem vilja fara til landa sem ekki eru á Landaskrá þurfa að sækja um ferðaheimild á þar til gerðu eyðublaði og með rökstuðningi, til sérstakrar nefndar sem kölluð er Ferðalaganefnd. Í nefndinni sitja tveir fulltrúar frá Háskóla Íslands og einn frá Íslandsstofu. Nefndin fer yfir umsóknir og samþykkir eða synjar.

Leikendur: Þorsteinn Guðmundsson, Þórey Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Helgi Seljan, Ilmur Kristjánsdóttir, Donald Trump, Jón Gnarr, Birta Björnsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Saga Garðarsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhann G. Jóhannson, Nína Dögg Filippusdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Stefán Eiríksson og Eggert Þorleifsson. Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson. Leikstjóri: Jón Gnarr.

Tengdar fréttir

Leiklist

Varð fyrir andlegri vakningu í íþróttahúsinu á Núpi

Tónlist

Getur ekki hlustað á tónlist

Leiklist

Sjálfsmyndin í svínakjötinu

Leiklist

Gott grín getur verið tragískt