Boris Johnson laus af gjörgæslu

09.04.2020 - 18:32
FILE - In this Saturday, March 28, 2020 handout photo provided by Number 10 Downing Street, Britain's Prime Minister Boris Johnson chairs the morning Covid-19 Meeting remotely after self isolating after testing positive for the coronavirus, at 10 Downing Street, London. British Prime Minister Boris Johnson has been admitted to a hospital with the coronavirus. Johnson’s office says he is being admitted for tests because he still has symptoms 10 days after testing positive for the virus. (Andrew Parsons/10 Downing Street via AP, File)
Boris Johnson talar við samstarfsfólk í gegnum fjarfundarbúnað úr sóttkví. Mynd: ASSOCIATED PRESS - 10 Downing Street
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er laus af gjörgæslu. Hann hefur verið fluttur yfir á almenna deild þar sem áfram verður fylgst með líðan hans. Johnson var fluttur yfir á gjörgæsludeildina vegna öndunarerfiðleika af völdum kórónuveirunnar. Hann hafði þá verið að kljást við háan hita í tíu daga.

BBC greinir frá þessu. Johnson var fluttur á sjúkrahús á sunnudagskvöld og síðan færður niður á gjörgæsludeild þar sem hann fékk súrefni til að hjálpa sér með öndun.

Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur stýrt fundum ríkisstjórnarinnar í fjarveru Johnson. Hann hefur þó ekki rætt við Johnson síðan forsætisráðherrann lagðist inn á sjúkrahús.

Ríkisstjórnin kom saman til fundar í dag og ræddi hvort nauðsynlegt væri að framlengja þær aðgerðir sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Á vef BBC kemur fram að ekki sé búist við að nein ákvörðun um liggi fyrir um slíkt fyrr en í lok næstu viku. 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV