100 Talibönum sleppt úr haldi í Afganistan

09.04.2020 - 04:03
epa08343752 (FILE) - Afghanistan's president Mohammad Ashraf Ghani (R), Afghanistan's chief executive Abdullah Abdullah (C), and Afghanistan former president, Hamid Karzai (L) attend the funeral prayers ceremony of Subghatullah Mujadidi, former president of Afghanistan in the presidential palace in Kabul, Afghanistan, 13 February 2019 reissued 05 April 2020). A US diplomat in the State Department on 05 April 2020 suggested that international aid to Afghanistan could be cut if the country's leaders failed to form an 'inclusive' government. Ghani in February 2020 was declared winner of the presidential elections by the electoral commission, a result that Abdullah rejected. The US in March already had announced a cut of one billion US dollars in aid to Afghanistan.  EPA-EFE/JAWAD JALALI  EPA-EFE/JAWAD JALALI
Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistans, Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, og Mohammad Ashraf Ghani, forseti Afganistans. Mynd: EPA-EFE - EPA
Afgönsk stjórnvöld slepptu 100 Talibönum lausum úr fangelsi í gær. Talibanar sögðust í fyrradag ætla að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld vegna seinagangs þeirra við að leysa fanga úr haldi. Al Jazeera hefur eftir Javid Faisal, talsmanni þjóðaröryggisráðs Afganistans, að stjórnvöld hafi hleypt þeim út í viðleitni til friðar. 

Fylkingarnar hófu viðræður um fangaskipti í síðustu viku. Þau eru skilyrði þess að Talibanar samþykki friðarviðræður við stjórnvöld í Afganistan, en áður hafði vígahreyfingin náð samkomulagi við Bandaríkin. Afgönsk stjórnvöld áttu enga aðkomu að samningi Bandaríkjanna og Talibana, þar sem kveðið var á um lausn fimm þúsund Talibana sem eru í haldi í Afganistan. Á móti ætla Talibanar að sleppa þúsund stjórnarhermönnum úr haldi. Þá ætla Bandaríkin að draga herlið sitt frá Afganistan í áföngum þar til enginn verður eftir í júlí á næsta ári, svo framarlega sem Talibanar halda friðinn. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi