Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gefur timburkeflum framhaldslíf sem sófaborð

08.04.2020 - 08:30
Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV/Landinn
„Það er náttúrulega bara algjör synd að láta þetta grotna niður eða farga þessu. Þetta er bara flott hráefni og verða flottar mublur þegar er búið að klappa þeim svoltið vel,“ segir Matthías Haraldsson sem dundar sér við það að pússa upp gömul kefli undan rafmagnsvírum og togvírum og búa til úr þeim sófaborð.

 

Matthías, vinnur sem öryggisstjóri í álverinu á Reyðarfirði en rekur líka vefverslunina Ethic með Hafrúnu eiginkonu sinni. „Þetta er netverslun þar sem við höfum verið að selja umhverfisvænan fatnað og skó. Allt framleit á umhverfsisvænan og sjálfbæran hátt,“ segir Matthías. Og borðin eru sprottin úr sömu hugmyndafræði. „Það er í rauninni bara verið að endurnýta eitthvað rusl sem er búið að þjóna sínum tilgangi. Þannig að það eru klárlega umhvefissjónarmið í því.“

Landinn fékk að fylgjast með Matthíasi við smíðar. 
 

 

thorgunnuro's picture
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður