Flottasta myndbandið sem hefur komið úr minni smiðju

Mynd: Núllstillingin / Gauti Þeyr

Flottasta myndbandið sem hefur komið úr minni smiðju

07.04.2020 - 16:25
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti gefur út lag og myndband á morgun sem ber heitið bleikt ský, myndbandið verður frumsýnt á efra bílplani Smáralindar fyrir bílabíó í kvöld.

Atli og Snærós ræddu við Gauta í gegnum Skype því hann er í sóttkví í Núllstillingunni í dag. Hann er á áttunda degi í sóttkví sem hann segir vissulega vera erfitt en á sama tíma ágætt því nú hafi hann tíma til þess að vera með fjölskyldunni.

Undanfarið hefur hann verið að vinna í nýrri plötu sem mun koma fljótlega út. Platan heitir Bleikt ský en samnefnt lag og myndband kemur út á morgun. Í kvöld verður myndbandið hins vegar frumsýnt í bílabíó.

„Við hugsuðum vel og lengi hvernig við gætum haldið frumsýningarpartý á meðan það er samkomubann af því við ætlum ekki að vera hálfvitar heldur,“ segir Gauti.

Hlynur Helgi sem er leikstjórinn á myndbandinu ásamt Gauta kom þá með þá hugmynd að frumsýna myndbandið fyrir bílabíó sem verður í kvöld á efra bílaplaninu hjá Smáralind. Bílabíóið átti að vera um helgina en var frestað vegna veðurs, „Guð var að bjarga mér þar“ segir Gauti.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Myndband við Bleikt ský (single) kemur næsta miðvikudag og á Spotify á föstudaginn

A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on

Núllstillingin er í beinni útsendingu alla virka daga frá 14 til 16 á RÚV 2. Núllstilling er hluti af MenntaRÚV og er ætlað að vera fræðandi og skemmtilegur þáttur til að stytta námsmönnum stundirnar á meðan samkomubanni stendur.