Boris Johnson gefið súrefni

07.04.2020 - 08:02
epa08347277 Police stand guard outside St.Thomas's Hospital in London, Britain, 07 April, 2020. British Prime Minister Boris Johnson is being treated for Coronavirus at St. Thomas' Hospital, and was moved to the Intensive Care Unit after his condition worsened. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/ANDY RAIN
Lögregluvörður við sjúkrahúsið þar sem forsætisráðherrann dvelur. Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið gefið súrefni vegna öndunarörðugleika af völdum COVID-19, en hefur ekki þurft að fara í öndunarvél. Þetta sagði Michael Gove, ráðherra í ríkisstjórn Johnsons, í útvarpsviðtali í morgun.

Forsætisráðherrann greindist með kórónuveiruna fyrir ellefu dögum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í fyrradag og síðan fluttur á gjörgæsludeild í gærkvöld eftir að líðan hans versnaði. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, var falið að sinna embættisverkum forsætisráðherra í fjarveru Johnsons.