Víða truflanir á rafmagni

06.04.2020 - 07:19
Mynd með færslu
Eldingavari við Hnoðraholtslínu skoðaður í dag.  Mynd: Landsnet - Aðsend mynd
Talsvert hefur verið um rafmagnsleysi vegna veðurs í nótt. Víða er verið að leita að bilun eða gera við bilun og stefnt að því að rafmagn komist á aftur snemma morguns.

Rafmagnsbilun er á Grundarfjarðarlínu við Kötluholt. Unnið er að viðgerð og vonast er til að rafmagn komi á klukkan hálf níu. Rafmagnsbilun er í gangi í Flóa, Mýrarkoti, Hestlandi og Skeiðum að Brautarholti, verið er að leita að bilun. Síðla nætur var rafmagnslaust í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð en unnið að því að koma á rafmagni á ný. Rafmagn fór af í Landeyjum í Rangárþingi Eystra. Unnið er að viðgerð og vonast er að rafmagn komi á klukkan átta.

Rafmagn er komið á þar sem það datt út í Jökuldal og Landeyjum í gærkvöld.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi