Tólf ný smit í Eyjum - Fjórtán batnað

06.04.2020 - 06:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Tólf ný smit höfðu greinst í Vestmannaeyjum um helgina, að því er fram kemur í yfirlýsingu á Facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Allir nema einn greindust í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Þá var búið að rannsaka 1.200 af þeim 1.500 sýnum sem tekin voru í skimun fyrirtækisins. Fjórir þeirra sem greindust í skimun ÍE voru í sóttkví, nokkrir voru einkennalausir.

Alls hafa nú 95 greinst með COVID-19 veikina í Vestmannaeyjum. Á móti kemur að fjórtán hafa náð bata. 157 eru skráðir í sóttkví.

Lögreglan brýnir fyrir Eyjamönnum að fara að öllum reglum „enda er eina vörnin gegn smiti að takmarka samskipti og umgangast eins fáa og mögulegt er“. Þá bendir lögreglan þeim sem vantar aðstoð eða upplýsingar á að hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi