Öflugur fellibylur við Vanúatú

06.04.2020 - 08:18
epa03451636 People stand on a pier as waves crash into the beach as the beginning effects of Hurricane Sandy are felt in Coney Island in Brooklyn, New York, USA, 29 October 2012. US President Barack Obama urged residents to follow warnings from local
 Mynd: EPA
Öflugur fellibylur kallaður Harold hefur færst í aukana á Kyrrahafi og er nú við eyríkið Vanúatú. Yfirvöld óttast bæði manntjón og skemmdir, en 27 fórust þegar óveðrið fór yfir Salómonseyjar í síðustu viku. 

Harold var fimmta opg efsta stigs fellibylur þegar hann kom að Vanúatu, fyrst við eyna Espiritu Santo. Þar stefnir hann á bæinn Luganville, sem er næst stærstur á Vanúatú, en þar eru íbúar 16.500.

Vanúatú er meðal fárra ríkja heims þar sem COVID-19 hefur ekki orðið vart, en yfirvöld óttast að breyting kunni að verða á ef senda þurfi hjálparstarfsmenn og hjálpargögn til eyríkisins.

Vanúatú þurfti mikla utanaðkomandi aðstoð þegar fellibylurinn Pam, sem var óveður af svipuðum styrkleika, fór þar yfir fyrir fimm árum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi