Enn sveiflur á olíumarkaði

06.04.2020 - 08:05
epa06702898 An oil well is seen near Oroshaza, 197 kms southeast of Budapest, Hungary, 30 April 2018.  EPA-EFE/Zsolt Czegledi HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði talsvert á ný í morgun, en verðið hefur sveiflast mikið að undanförnu.

Verð á tunnu var í kringum 66 dollarar um áramót, en var komið niður undir tuttugu dollara vegna áhrifa frá kórónuveirufaraldrinun og vegna verðstríðs Rússa og Sádi-Araba, sem ekki voru sammála um hversu mikið skyldi dregið úr framboði til að þrýsta verðinu upp á ný. 

Í síðustu viku þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann ætlaði að beita sér fyrir lausn á viðskiptastríði Rússa og Sádi-Araba hækkaði verðið umtalsvert, en hefur síðan sveiflast nokkuð og var í kringum þrjátíu dollara á tunnu í lok síðustu viku.

Til stóð að fundur yrði hjá OPEC og öðrum olíuríkjum í gegnum fjarfundarbúnað í dag, en fundi var frestað og lækkaði þá verði á ný á markaði í Asíu í morgun. Norðursjávarolía um allt að 5,7 prósent.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi