Enn rafmagnslaust á Skarðsströnd og í Framsveit

06.04.2020 - 05:45
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Rafmagn er komið á þar sem það datt út í Jökuldal og Landeyjum í gærkvöld, en það er enn úti á Saurbæ í Dölum og á Skarðsströndinni, þar sem það fór af um tíuleytið í gærkvöld, og í Framsveit á Snæfellsnesi, þar sem það datt út í nótt.

Á Skarðsströndinni eru 15 - 20 bæir án rafmagns og litlu færri á þjónustusvæði Framsveitarlínu, milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik gekk erfiðlega að koma viðgerðarflokkum á báða staði vegna veðurs og ófærðar, en það tókst þó að lokum. Veður og fannfergi koma enn í veg fyrir að viðgerðamenn geti athafnað sig að nokkru gagni, en reiknað er með að hratt og vel gangi að koma rafmagni á þegar veðrinu slotar. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi