Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Meistaradeildin klárist fyrir 3. ágúst

epa08266420 UEFA general secretary Theodore Theodoridis (L) and UEFA president Aleksander Ceferin (R) attend a press conference following the annual UEFA Congress meeting at the Beurs van Berlage building in Amsterdam, Netherlands, 03 March 2020.  EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN
 Mynd: EPA

Meistaradeildin klárist fyrir 3. ágúst

05.04.2020 - 13:15
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta mun fara fram í síðasta lagi 3. ágúst. Þetta segir Aleksander Ceferin, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.

Öllum leikjum í Evrópukeppnum á vegum UEFA hefur verið frestað ótímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Ceferin er ákveðinn í því að frestaðir leikir þessa tímabils hafi ekki áhrif á það næsta.

„Þetta er fordæmalaust tímabil og við reynum að vera sveigjanlegir með tímasetningar, þó verða Meistaradeildin og Evrópudeildin verða að klárast í síðasta lagi 3. ágúst,“ sagði Ceferin í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.

„Við gætum spilað eftir núverandi kerfi eða haft einn leik í fjórðungs- og undanúrslitum á hlutlausum velli. Mestu máli skiptir heilsa leikmanna, áhorfenda og dómara.“ bætir Ceferin við.

UEFA hefur þegar frestað Evrópumóti karla í fótbolta fram á næsta ár til að rýma til fyrir vetrardeildir Evrópu að klára tímabil sín í sumar. Mikil óvissa ríkir þó um hvort það muni takast.