
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Eftir hörð átök, þar sem 63 hryðjuverkamenn féllu í valinn, lögðu þeir sem eftir lifðu á flótta, segir í tilkynningu ráðuneytisins, og skildu eftir mikið vopnabúr og fjölda vélhjóla.
Mótorhjól bönnuð
Tillaberi-hérað liggur að landamærum hvorutveggja Malí og Búrkína Fasó og hefur notkun og sala mótorhjóla verið bönnuð þar síðan í janúar. Er það gert í viðleitni til að hamla árásum hryðjuverkasveita í héraðinu, sem gjarnan nota slíka farskjóta við ódæðisverk sín. Samkvæmt opinberum tölum drápu vígasveitir öfga-íslamista 174 hermenn í þremur mótorhjólaárásum í desember og janúar síðastliðnum.
Íslamska ríkið lýsti tveimur árásanna á hendur sér. Um 4.000 manns féllu í hryðjuverkaárásum íslamista í Níger, Malí og Búrkína Fasó á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.