Daglegur upplýsingafundur vegna COVID-19

04.04.2020 - 13:38
Mynd: RÚV / RÚV
Daglegur upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14. þar fara Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn yfir stöðu mála. Auk þeirra verður Sara Dögg Svanhildardóttir gestur fundarins. Hún smitaðist af kórónuveirunni en er batnað og segir frá sinni upplifun. Hægt er að horfa á útsendinguna hér fyrir ofan, í útvarpi og sjónvarpi.

Alls hafa nú 1.417 manns greinst jákvæðir hér á landi. Þar af hafa 396 náð bata. Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn, úr 1.046 á fimmtudag í 1.017 í gær. 

 
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi