Covid tilfelli í New York ríki nálgast Ítalíu

04.04.2020 - 19:26
epa08339673 Medical workers process test kits for coronavirus COVID-19 at the drive-in center at ProHealth Care in Jericho, New York, USA, 02 April 2020. New York remains the epicenter of the coronavirus outbreak in 
the United States and there are continuing concerns that the health care system will be unable to care for the volume of COVID-19 patients.  EPA-EFE/PETER FOLEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Andrew Cuomo ríkisstjóri New York ríkis sagði í dag að 10.841 nýtt tilfelli hefði greinst síðasta sólarhringinn. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring þar. Heildarfjöldi tilfelli er nú 113.704, sem er um 11 þúsund færri en á Ítalíu og Spáni.

Cuomo hefur varað við því dögum saman að öndunarvélar gætu verið á þrotum á næstu dögum, en í dag tilkynnti hann að hann hefði fengið þúsund að gjöf frá Kína.

„Talan hefur enn ekki náð toppnum, við nálgumst hann. Það veltur á módelinu sem skoðað er, þau segja 4-7 dagar,“ sagði Cuomo.

Cuomo sagði að góðu fréttirnar væru þær að 10 þúsund sjúklingar hefði útskrifast. Slæmu fréttirnar voru að dauðsföllum fjölgaði um rúmlega 600 og eru nú 3.565.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi