Þrjú ný kórónuveirusmit í Eyjum

03.04.2020 - 01:22
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og hafa nú alls 69 manns greinst með COVID-19 í Eyjum. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn, sem birt er á Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum, kemur fram að allir þrír sem greindust með veiruna að þessu sinni hafi þá þegar verið í sóttkví. Þar segir enn fremur að frá því að fyrsta smitið greindist í Vestmannaeyjum hafi 57 prósent fólks sem þar hefur greinst með smit þegar verið í sóttkví.

Alls hafa 629 verið sett í sóttkví í Eyjum vegna farsóttarinnar og 264 þeirra hafa útskrifast úr henni. Þá hafa fjórir náð bata, segir í tilkynningu aðgerðastjórnar. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi