Rafmagnslaust varð í hluta Kópavogs vegna bilunar

02.04.2020 - 22:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rafmagnslaust varð um tíma í kvöld vegna háspennubilunar í hluta Kópavogs. Tilkynnt var um bilunina um klukkan hálf ellefu og rúmri klukkustund síðar áttu allir notendur að vera komnir með rafmagn að nýju, samkvæmt upplýsingum frá Veitum.

Veitur bentu íbúum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Einnig var ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Stór hluti svæðisins sem fór út var komið með rafmagn aftur klukkan rúmlega ellefu og bilunin átti að vera að fullu leyst samkvæmt uppfærðri tilkynningu Veitna klukkan 23.37.

Fréttin var uppfærð eftir að rafmagn komst á að nýju.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi