Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mjaldrar vingast við mörgæs

01.04.2020 - 19:40
Mynd: AP / AP
Í dýragörðum fá dýr sjaldnast að hitta aðrar tegundir. Nú þegar stór hluti mannkyns sætir samkomubanni ríkir meira frelsi hjá sumum þeirra sem dvelja í görðunum.

Mörgæsin Wellington leikur nú lausum hala á sædýrasafninu í Chicago. Þar sem engum mennskum gestum er lengur heimilt að heimsækja safnið vegna kórónuveirufaraldursins njóta dýrin aðeins meira frelsis en venjulega. 

Wellington heilsaði til að mynda upp á mjaldrana sem þar búa. Í raunheimum liggja leiðir mjaldra og mörgæsa ekki oft saman, þar sem mjaldrar halda alla jafna til á norðurhveli jarðar en mörgæsir á suðurskautinu. 

Mjaldrarnir voru mjög áhugasamir um þennan nýja gest, svo mjög að Wellington virtist þykja nóg um, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 
 

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV