Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Heimalandanum ýtt úr vör

Mynd: . / RÚV/Landinn

Heimalandanum ýtt úr vör

01.04.2020 - 15:53

Höfundar

Hvað gerir þú til að stytta þér stundir í samkomubanninu? Er hægt að vinna heima með fullt hús af börnum? Hvaða áhrif hefur COVID-19 haft á heimilislífið? Við viljum sögur af þessu í Heimalandann.

Heimalandanum var ýtt úr vör í Landanum síðasta sunnudag. Þar fengum við að sjá hvernig Ástrós Inga Jónsdóttir, 10 ára stelpa í Reykjavík, og Margeir Örn Óskarsson, fjölskyldufaðir á Akureyri, takast á við ástandið. 

Í næstu þáttum landans verða sýnd myndskeið frá áhorfendum. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Heimalandann og senda inn efni hér.