Pétur Jóhann hefur á ferlinum framkvæmt sinn skerf af hrekkjum en hann hóf þó morguninn á að vera gabbaður upp úr skónum af syni sínum og hlaupa fyrsta apríl.
"Hann vakti mig í morgun og sagði að það væri búið að skíta á bílinn minn. Það væri mannaskítur á bílnum mínum. Ég rauk út náttúrulega Ha? Er búið að skíta á bílinn? Fuglaskítur? Nei nei nei það er einhver maður
Jóhann Berg hefur allan daginn verið ansi öflugur í að gabba fjölskyldumeðlimina þó þetta fyrsta aprílgabb hafi verið það best heppnaða.
Pétur hefur verið í beinni á Facebook undanfarið og skemmt vinum sínum með afslappaðri nærverunni, parmaskinku og rauðvínsglasi. "Ég gæti reyndar þurft að breyta því í kaffibolla," segir Pétur en hann stefnir á að endurtaka leikinn á laugardaginn næsta.
Núllstillingin er í beinni útsendingu á RÚV 2 alla virka daga frá 14 til 16. Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Már Steinarsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Jafet Máni Magnúsarson og Snærós Sindradóttir. Hægt er að koma með ábendingar um efni eða hafa samband við þáttastjórnendur í gegnum netfangið [email protected] og á samfélagsmiðlum RÚV núll, bæði Facebook og Instagram.