Abe og Aso ekki lengur saman á fundum

31.03.2020 - 08:53
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa06734742 Japanese Prime Minister Shinzo Abe (R) speaks to an opposition lawmaker next to Finance Minister Taro Aso (L) during the Lower House budget committee at parliament in Tokyo, Japan, 14 May 2018. Abe is now under fire following domestic scandals on cronyism allegations and Aso is being criticized for his comments on sexual harassment allegations against a top official of his ministry.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
Taro Aso (t.v.) og Shinzo Abe. Mynd: EPA-EFE - EPA
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Taro Aso varaforsætisráðherra munu ekki lengur sitja saman á fundum til að draga úr hættunni á að báðir smitist af kórónuveirunni. Abe tilkynnti öðrum ráðherrum þetta í morgun.

Meira en 2.000 hafa greinst með kórónuveiruna í Japan og um 60 látist úr COVID-19 sjúkdómnum.

Þrýst hefur verið á stjórnvöld í Tókýó að grípa ti, víðtækari ráðstafana til að hefta útbreiðslu veirunnar, en Yasutoshi Nishimura efnahagsmálaráðherra sagði í morgun að þótt ástandið væri ískyggilegt væri enn  ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi