Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2014: Vio

24.03.2015 - 14:50
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV
Mosfellska hljómsveitin Vio var stofnuð í mars 2014 og sigraði í Músíktilraunum rétt um mánuði síðar. Í kjölfarið kom sveitin fram víða, þ.á.m. á tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Hollandi.

Fyrsta lag Vio, You Lost It, naut talsverðra vinsælda og komst ofarlega á vinsældalistum Rásar 2 og X977. Fyrsta platan, Dive In, kom út snemma árs 2015 og er í nokkuð sérstökum stíl, hún blandar saman kraftmiklu rokki, grípandi melódíum og melankólísku andrúmslofti.