Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2013: Vök

23.03.2015 - 16:11
Mynd: Vök / Vök
Hljómsveitin Vök var stofnuð í byrjun árs 2013 og var því ekki gömul þegar sveitin sigraði í Músíktilraunum með glæsibrag í mars sama ár. Hljómsveitina skipuðu upphaflega þau Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson en síðar hefur Ólafur Alexander Ólafsson bæst við.

Vök sendi frá sér fimm laga þröngskífuna Tension haustið 2013 og hefur sveitin víða vakið athygli og hlotið lof, m.a. með tónleikahaldi hér heima sem og erlendis.