Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2012: RetRoBot

23.03.2015 - 15:23
Mynd: Retrobot / Youtube
RetRoBot, sigurhljómsveit Músíktilrauna árið 2012, var stofnuð á Selfossi árið 2011 af tveimur meðlimum sveitarinnar, Daða og Pálma. Það var þó ekki fyrr en árið 2012 sem þeir virkilega keyrðu bandið af stað og fengu þá Guðmund Einar og Gunnlaug með sér í lið, byrjuðu að æfa, semja meira af tónlist, taka upp og spila.

RetRoBot spilar elektrónískt indírokk en lítið hefur heyrst frá hljómsveitinni eftir sigurinn í Músíktilraunum.