Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2008: Agent Fresco

19.03.2015 - 13:04
Mynd: Wikimedia Commons / Wikimedia Commons
Hljómsveitin Agent Fresco vann Músíktilraunir árið 2008 með miklum brag, en sveitin var stofnuð nokkrum vikum fyrir tilraunirnar af félögum úr Tónlistarskólanum FÍH.

Þeir náðu að setja saman einstök verk á mjög stuttum tíma sem sló í gegn í keppninni og þeir hafa hlotið mikla athygli hér á landi og víðsvegar um heiminn. Hljómsveitin vann verðlaunin Bjartasta Vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum sama ár og hafa þeir notið góðrar velgengni eftir það.