Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2007: Shogun

19.03.2015 - 12:00
Mynd: Shogun / Facebook
Strákarnir úr metalsveitinni Shogun koma frá Mosfellsbæ og Reykjavík og unnu þeir keppnina 2007 með rafræna rokktónlist sem virtist verða mun vinsælli utan landsteinanna en hún var hér á Íslandi.

Á þeim stutta tíma sem bandið starfaði náðu piltarnir að koma sér vel á framfæri og spiluðu á hverju sviðinu á eftir öðru, enda höfðu þeir einstaklega mikinn áhuga á því sem þeir gerðu. Shogun gaf svo út smáskífuna Charm City árið 2008 og fékk þeir góða dóma fyrir. Það leið samt ekki á löngu þangað til að sveitin hætti.