Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2006: Foreign Monkeys

19.03.2015 - 11:58
Mynd: Tímarit.is / Tímrarit.is
Rokksveitin Foreign Monkeys var stofnuð árið 2005 í Vestmannaeyjum og sigraði í Músíktilraunum 2006. Í framhaldi af því fengu hljómsveitarmeðlimir töluverða athygli um land allt, enda var markaðurinn troðfullur af rokkþyrstum aðdáendum.

Sama ár og þeir báru sigur úr býtum fengu þeir það tækifæri að hita upp fyrir Badly Drawn Boy, Elbow og Echo and The Bunnymen í Laugardalshöllinni. Foreign Monkeys gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2009 og heitir hún π.