Í dag er Mammút ein af vinsælustu rokksveitum okkar íslendinga, en hún spilar árlega um allan heim. Sveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2006 og var hún samnefnd hljómsveitinni og tekin upp af Birgi Erni Thoroddsen í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar.
Árið 2008 gaf svo sveitin út aðra plötu, Kakari en hún hefur verið mjög vinsæl meðal aðdáenda Mammút. Árið 2013 kom síðan þriðja platan, Komdu til mín svarta systir, sem hlaut mikið lof og sópaði að sér verðlaunum.