Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2002: Búdrýgindi

17.03.2015 - 17:16
Mynd: Tímarit.is / Tímarit.is
Hljómsveitin Búdrýgindi sló í gegn á Músíktilraunum fyrir áratug með skemmtilegum lögum og hressilegri sviðsframkomu. Strákarnir voru þá búnir að spila saman í næstum 4 ár þrátt fyrir að vera kornungir, en aldrei hafði hljómsveit, skipuð svo ungu fólki sigrað í þessari keppni frá upphafi hennar.

Í kjölfar Músíktilrauna hélt sveitin í Stúdíó Sýrland og hljóðritaði efni á frumraun sína. Lagið Spilafíkill náði talsverðum vinsældum og var eitt laganna á fyrstu plötu sveitarinnar sem hlaut heitið Kúbakóla og kom platan út þetta sama ár, 2002.