Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2001: Andlát

17.03.2015 - 17:14
Mynd: Tímarit.is / Tímarit.is
Harðkjarnasveitin Andlát hlaut hægt en ákveðið andlát eftir Músíktilraunir. Það fór ósköp lítið fyrir sveitinni alla tíð.

Gítarleikarinn Ingi hætti í hljómsveitinnni strax 2002 og Valur trommari færði sig yfir á gítarinn og nýr trommari gekk til liðs við sveitina. Andlát sendi frá sér diskinn Mors Longa árið 2004 og fylgdi honum eftir með tónleikaferðalagi um Evrópu. Sú ferð reið sveitinni að fullu og kveðjutónleikarnir fóru fram 2005. Árið eftir spilaði sveitin aftur í þeim tilgangi að taka upp efni fyrir DVD-disk um hljómsveitina.