200.000 manns hafa flúið fellibylinn Kammuri

03.12.2019 - 02:29
Erlent · Hamfarir · Asía · fellibylur · Filippseyjar · Veður
epa08039463 Villagers ride a truck as they are evacuated in anticipation of an approaching typhoon in Legaspi city, Albay province, Philippines, 02 December 2019. According to the latest government weather bureau forecast, a typhoon signal was raised in eastern Philippines as Typhoon Kammuri heads towards the main island Luzon, warning residents living along the typhoon path to take precautionary measures of possible flash floods on low-lying areas and landslides on mountainous villages. Typhoon Kammuri intensified ahead of its landfall as it continued to threaten the country's hosting of the 30th Southeast Asian Games.  EPA-EFE/ZALRIAN SAYAT
Íbúar smáþorps á sunnanverðri Lúsoneyju fluttir í neyðarskýli á palli vörubifreiðar. Um eða yfir 200.000 manns hafa þegar þurft að flýja heimili sín í strand- og fjallahéruðum sunnanverðrar Lúsoneyjar vegna fellibylsins Kammuri Mynd: EPA-EFE - EPA
Einn maður er látinn og yfir 200.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í strand- og fjallahéruðum sunnanverðrar Lúsoneyjar á Filippseyjum vegna fellibylsins Kammuri sem þar gekk á land um miðnæturbil að staðartíma. Óttast er að hann valdi hvorutveggja flóðum og aurskriðum auk þeirrar ógnar sem stafar af veðurofsanum sjálfum, sem fer enn vaxandi.

Yfirvöld hafa boðað lokun alþjóðaflugvallarins við Manila á morgun, nokkru norðar á eyjunni, því líklegt þykir að stormurinn fari býsna nærri höfuðborginni á leið sinni norður eftir Lúson. Flugumferð hefur þegar raskast töluvert og öll skipaumferð hefur verið stöðvuð við norðaustanverðar eyjarnar. Þúsundir fiskiskipa, ferja og farskipa og smærri báta fara því hvergi næsta sólarhringinn eða svo.

Eitt dauðsfall staðfest

Litlar fregnir hafa borist af slysum á fólki vegna veðurofsans en talsmaður almannavarna greindi frá því í morgun að einn maður hefði dáið þegar hann fékk raflost þar sem hann stóð í þakviðgerðum í beljandi storminum. Um 13 milljónir manna búa í Manila og tíu milljónir til viðbótar í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Alls býr um helmingur allra Filippseyinga, um 50 milljónir manna, á Lúson-eyju. 30. Suðaustur-Asíuleikarnir hófust í Manila um helgina og hefur keppni í nokkrum greinum þegar verið frestað vegna fellibylsins. 

Fréttin var uppfærð klukkan 06.45 þegar fregnir bárust af dauðsfalli vegna veðurofsans.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi