Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2000: XXX Rottweiler hundar

17.03.2015 - 14:41
Mynd: XXX Rottweiler hundar / Myspace
Erpur Eyvindarson var ekki formlega í 110 Rottweilerhundum þegar hip-hopið sigraði í Músíktilraunum árið 2000. Erpur var aðeins eldri en þeir hinir, Bent, Lúlli og félagar og þeir voru allir í fötum af honum.

Þeir komu allir meira og minna úr Árbænum og þess vegna kölluðu þeir sig upphaflega 110 Rottweilerhunda. Þeir gáfu út plötuna XXX Rottweilerhundar árið 2001 og breyttu þar með tónlistarsögunni. XXX Rottweilerhundar er tímamótaplata í íslenskri dægurtónlistarsögu.