Um 20 almennir borgarar voru drepnir af vígamönnum í norðvesturhluta Búrkína Fasó um helgina. Árásin var gerð í þorpi í Bani-héraði, norður af höfuðborginni Ouagadougou aðfaranótt laugardags. Aðeins viku fyrr voru 39 myrtir af vígamönnum á markaði í bænum Silgadji.