Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

20 almennir borgarar myrtir í Búrkína Fasó

03.02.2020 - 04:49
epa06582641 Security forces patrol in the streets of Ouagadougou in the aftermath of an alleged terrorist attacks, in the capital Ouagadougou, Burkina Faso, 05 March 2018. According to reports at least 28 people have been killed and dozens left wounded in the attacks on the French Embassy and miltary headquarters in Ouagadougou on 02 March.  EPA-EFE/LEGNAN KOULA
 Mynd: epa
Um 20 almennir borgarar voru drepnir af vígamönnum í norðvesturhluta Búrkína Fasó um helgina. Árásin var gerð í þorpi í Bani-héraði, norður af höfuðborginni Ouagadougou aðfaranótt laugardags. Aðeins viku fyrr voru 39 myrtir af vígamönnum á markaði í bænum Silgadji. 

Árásum vígahreyfinga hefur fjölgað í ríkjum Afríku sunnan Sahara undanfarna mánuði. Frakkar ætla að bregðast við því með því að senda 600 hermenn á Sahel svæðið, þar sem fyrir eru fimm þúsund franskir hermenn. Átök hafa verið á svæðinu frá árinu 2012, og breytti friðarsamkomulag árið 2015 engu þar um. Yfir fjögur þúsund létu lífið í átökum í fyrra, sem er það mesta á einu ári frá því þau hófust.