Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

1997: Soðin fiðla

17.03.2015 - 14:30
Mynd: Tímarit.is / Tímarit.is
Soðin fiðla bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 1997. Tónlist sveitarinnar þótti minna einna helst á Radiohead sem sendi þetta sama ár frá sér meistaraverk sitt, OK Computer.

Fremstur í flokki í Soðinni fiðlu var Egill nokkur Tómasson sem síðar gekk til liðs við hljómsveitina Vinyl og hefur um árabil verið mikilmaður hjá Iceland Airwaves. Sveitin sendi frá sér plötuna Ástæðan fundin þetta sama ár. Hún hefur að geyma fimm lög og var hluti af Skært lúðrar hljóma seríunni sem Smekkleysa gaf út 1997.