Sextettinn Stjörnukisi vann Músíktilraunir árið 1996 og sama ár kom út tíu tommu vínylplatan „Veðurstofan“. EP-platan Geislaveisla kom út árið 1997, en jafnframt átti hljómsveitin tvö lög á safnplötunni Spírur sem Sproti gaf út.
Það var svo ekki fyrr en árið 2001 sem fyrsta og eina breiðskífa Stjörnukisa, Góðar stundir, var útgefin.
Sveitin átti góðan feril, á meðan hann entist. Söngvara sveitarinnar, Úlfs Chaka Karlssonar verður alltaf minnst sem afbragðs söngvara.