Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

1995: Botnleðja

17.03.2015 - 14:18
Mynd: RÚV / RÚV
Hafnarfjarðartríóið Botnleðja bar sigur úr býtum á Músíktilarunum árið 1995 og sendi frá sér sína fyrstu plötu, Drullumall, sama ár. Alls eru plöturnar orðnar fimm og sú síðasta, Iceland National Park, kom út árið 2003.

Síðustu ár hafa 2/3 hljómsveitarmeðlima, þeir Haraldur Freyr Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson, einbeitt sér að því að starfrækja hljómsveitina Pollapönk en Botnleðja er þó ekki dauð úr öllum æðum og sendi sveitin m.a. frá sér safnplötu árið 2013 og kemur reglulega fram á tónleikum.