Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

1994: Maus

17.03.2015 - 14:14
Mynd: Maus / Maus
Hljómsveitin Maus var stofnuð á vormánuðum árið 1993 og ári síðar bar sveitin sigur úr býtum á Músíktilraunum. Sveitin hefur sent frá sér fimm breiðskífur og sú síðasta, Musick, kom út árið 2003.

Maus var þekkt fyrir kraftmikla spilamennsku á tónleikum og sveitin hreppti Íslensku tónlistarverðlaunin 1998 sem hljómsveit ársins. Árið 2004 kom út tvöföld safnplata með Maus sem ber nafnið Tónlyst – Lystaukar 1994-2004 og þar er m.a. að finna upptökur frá úrslitakvöldi Músíktilrauna árið 1994.