RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

19. júní gerð góð skil á RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
RÚV fagnar 100 ára kosningarafmæli kvenna með metnaðarfullri dagskrá í öllum miðlum. Öll dagskrá er undirlögð konum úr öllum áttum. Konur í evrópskri listasögu, rokkkonur, kjarnakonur í Bandaríkjunum og íslenskir kvenflytjendur og höfundar hljóma allan daginn í útvarpinu.

 Við fylgjumst vel með WE kvennaráðstefnunni (e. Women Empowerment) og streymum beint frá henni á RÚV.is. Auk þess verður Kastljós sent út í beinni útsendingu frá Hörpu.

Við söfnum að sjálfsögðu öllu efninu á síðu tileinkaðri afmælinu þar sem hægt verður að nálgast það fram eftir ári.

Dæmi úr dagskrá dagsins:

RÚV

11:00     Hátíðarþingfundur á Alþingi – BEINT – RÚV/Rás 1

12:05     Undarleg ósköp að vera kona

13:05     Konur í evrópskri listasögu

14:05     Kjarnakonur í Bandaríkjunum

15:00     Hrafnhildur

16:00     Hátíðardagskrá á Austurvelli – BEINT

19:45     Kastljós – BEINT

20:30     Höfundur óþekktur-BEINT

21:50     Konur rokka

22:55     Ungfrúin góða og húsið

 

RÁS 1

14:00     Kvennabaráttan í söngvum

15:00     Fjölbreytt forysta í atvinnulífinu

19:00     MagnusMaria á Listahátíð

20:30     Gling gló í 25 ár

 

RÁS 2

16:00 Síðdegisútvarið í beinni frá hátíðarhöldum

20.30 Höfundur óþekktur- BEINT

Kvenflytjendur og höfundar allan daginn

 

Ruv.is

WE2015 – beint streymi og umfjöllun

Öldin hennar - allir þættir aðgengilegir